Ung og óreynd en selja best Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 00:01 Söluhæsta bílaumboð Fiat í Flórída og fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Fiat bílaumboð Rick Case í Fort Lauderdale í Flórída fer aðrar leiðir en flestir. Þar er besti sölumaðurinn 19 ára innflytjandi frá Jamaica. Fjármálastjórinn er 24 ára fyrrum gjaldkeri og forstjórinn 28 ára og báðar eru þessar stöður mannaðar af konum. Reyndar er enginn starfsmaður eldri en 40 ára. Engu að síður er einmitt þetta tiltekna umboð það söluhæsta í Flórída fylki og það fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Umboð Rick Case opnaði 1. júlí árið 2011 og selur nú um 660 bíla á ári. Engu að síður er samkeppnin hörð, því 6 önnur Fiat umboð eru innan 100 km fjarlægðar. Andinn í fyrirtækinu er mun léttari en almennt gerist í bílaumboðinu, mikið fjör, talsverður hávaði og oft slegið á létta strengi. Margur eldri bílasalinn myndi alls ekki vilja vinna þar, en þeir eru heldur ekki ráðnir. Þó léttleikinn sé til staðar er unnið hörðum höndum en það er alls ekki beðið eftir að kúnninn komi í umboðið og kaupi bíl heldur er starfsfólkið mjög duglegt við að kynna Fiat bílana við allrahanda tækifæri og þeir eru mjög sjáanlegir í samfélaginu. Umboðið er líka mjög sjáanlegt á Facebook-síðu sinni. Í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá nýlega auglýsingu fyrir Fiat 500 sem gengur mjög vel í sölu hjá Rick Case. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent
Söluhæsta bílaumboð Fiat í Flórída og fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Fiat bílaumboð Rick Case í Fort Lauderdale í Flórída fer aðrar leiðir en flestir. Þar er besti sölumaðurinn 19 ára innflytjandi frá Jamaica. Fjármálastjórinn er 24 ára fyrrum gjaldkeri og forstjórinn 28 ára og báðar eru þessar stöður mannaðar af konum. Reyndar er enginn starfsmaður eldri en 40 ára. Engu að síður er einmitt þetta tiltekna umboð það söluhæsta í Flórída fylki og það fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Umboð Rick Case opnaði 1. júlí árið 2011 og selur nú um 660 bíla á ári. Engu að síður er samkeppnin hörð, því 6 önnur Fiat umboð eru innan 100 km fjarlægðar. Andinn í fyrirtækinu er mun léttari en almennt gerist í bílaumboðinu, mikið fjör, talsverður hávaði og oft slegið á létta strengi. Margur eldri bílasalinn myndi alls ekki vilja vinna þar, en þeir eru heldur ekki ráðnir. Þó léttleikinn sé til staðar er unnið hörðum höndum en það er alls ekki beðið eftir að kúnninn komi í umboðið og kaupi bíl heldur er starfsfólkið mjög duglegt við að kynna Fiat bílana við allrahanda tækifæri og þeir eru mjög sjáanlegir í samfélaginu. Umboðið er líka mjög sjáanlegt á Facebook-síðu sinni. Í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá nýlega auglýsingu fyrir Fiat 500 sem gengur mjög vel í sölu hjá Rick Case.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent