Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg Karen Kjartansdóttir skrifar 22. mars 2013 18:30 Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira