Ford borgar 23,6 milljónir á mann og lokar í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2013 00:01 Með síðustu bílum Ford sem smíðaðir verða í Genk Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent
Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent