Jeep fyrir íslenskar aðstæður Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 09:01 Myndarlegur á 42 tommu dekkjum Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent