Hítará uppseld! 21. mars 2013 07:00 Mynd/Svavar Veiðileyfasala hefur gengið vel í Hítará á Mýrum fyrir komandi sumar. Nú er svo komið að allar stangir sumarsins eru seldar, segir í frétt á vef SVFR. "Líklegt þykir að afnám fæðisskyldu í veiðihúsinu Lundi hafi haft nokkuð að segja um eftirspurnina, en mikil ánægja er með þá breytingu að veiðimenn eldi sjálfir utan besta veiðitímans," segir í fréttinni. Aðrar skýringar sem nefndar eru í fréttinni er að veiðisvæði árinnar stækkaði til muna þegar að veiðisvæðið fyrir ofan Kattarfoss bættist við aðalsvæði árinnar, en nú nær það alla leið upp að Hítarvatni. SVFR minnir á að þó uppselt sé í Hítará þá má enn nálgast veiðileyfi í hliðaránum Tálma og Grjótá, en þar fer veiðidögum þó fækkandi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði
Veiðileyfasala hefur gengið vel í Hítará á Mýrum fyrir komandi sumar. Nú er svo komið að allar stangir sumarsins eru seldar, segir í frétt á vef SVFR. "Líklegt þykir að afnám fæðisskyldu í veiðihúsinu Lundi hafi haft nokkuð að segja um eftirspurnina, en mikil ánægja er með þá breytingu að veiðimenn eldi sjálfir utan besta veiðitímans," segir í fréttinni. Aðrar skýringar sem nefndar eru í fréttinni er að veiðisvæði árinnar stækkaði til muna þegar að veiðisvæðið fyrir ofan Kattarfoss bættist við aðalsvæði árinnar, en nú nær það alla leið upp að Hítarvatni. SVFR minnir á að þó uppselt sé í Hítará þá má enn nálgast veiðileyfi í hliðaránum Tálma og Grjótá, en þar fer veiðidögum þó fækkandi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði