Lög um hreinna bensín í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2013 10:30 Heilnæmara verður að anda í Bandaríkjunum frá og með 2017 Innihald brennisteins skal minnka þrefalt og önnur hættuleg efni skerðast mikið. Í Bandaríkjunum hafa verið sett lög sem taka gildi árið 2017 og kveða á um skaðlausara efnainnihald í bensíni. Þegar lögin taka gildi verður bensín allra framleiðenda að innihalda þrisvar sinnum minna af brennisteini en nú. Algengt er að brennisteinn sé nú 30 hlutar af milljón, en það má að hámarki vera 10 partar við gildistöku laganna. Umhverfisstofan bandaríska, Environmental Protection Agency (EPA), segir að þessi lög komi í veg fyrir dauða 2.400 Bandaríkjamanna á ári og 23.000 færri börn muni þjást af lasleika í öndunarfærum. Nákvæmir eru þeir í reikningi þar vestra. Innihald annarra rokgjarnra efna, lífrænnra efnasambanda og köfnunarefnisoxíðs skal einnig minnka um 80% og efnin benzene og butadiene þurfa að minnka um 40%. Lögin munu gilda fyrir öll fylki Bandaríkjanna eftir fjögur ár en í dag eru þessi lög í gildi í Kaliforníu. Eldsneytisframleiðendur segja að gildistaka laganna muni hækka bensín um 9 sent á hvert gallon, eða 2-3 krónur á lítra. EPA vill þó meina að framleiðendur ofmeti kostnaðinn tífalt. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent
Innihald brennisteins skal minnka þrefalt og önnur hættuleg efni skerðast mikið. Í Bandaríkjunum hafa verið sett lög sem taka gildi árið 2017 og kveða á um skaðlausara efnainnihald í bensíni. Þegar lögin taka gildi verður bensín allra framleiðenda að innihalda þrisvar sinnum minna af brennisteini en nú. Algengt er að brennisteinn sé nú 30 hlutar af milljón, en það má að hámarki vera 10 partar við gildistöku laganna. Umhverfisstofan bandaríska, Environmental Protection Agency (EPA), segir að þessi lög komi í veg fyrir dauða 2.400 Bandaríkjamanna á ári og 23.000 færri börn muni þjást af lasleika í öndunarfærum. Nákvæmir eru þeir í reikningi þar vestra. Innihald annarra rokgjarnra efna, lífrænnra efnasambanda og köfnunarefnisoxíðs skal einnig minnka um 80% og efnin benzene og butadiene þurfa að minnka um 40%. Lögin munu gilda fyrir öll fylki Bandaríkjanna eftir fjögur ár en í dag eru þessi lög í gildi í Kaliforníu. Eldsneytisframleiðendur segja að gildistaka laganna muni hækka bensín um 9 sent á hvert gallon, eða 2-3 krónur á lítra. EPA vill þó meina að framleiðendur ofmeti kostnaðinn tífalt.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent