Íslenski boltinn

Týndi sonurinn snýr heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Þórir með boltann í leik gegn Fram síðastliðið sumar.
Magnús Þórir með boltann í leik gegn Fram síðastliðið sumar. Mynd/Vilhelm
Magnús Þórir Matthíasson mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar. Magnús Þórir lék með Fylki á síðustu leiktíð en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer hann með Keflavík til Spánar í æfingaferð félagsins í dag.

Magnús Þórir er uppalinn Keflvíkingur en gekk til liðs við Fylki að loknu tímabilinu 2011. Hann spilaði 20 deildarleiki með Fylki í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk.

Magnús Þórir, sem er á 23. aldursári, á alls 72 leiki að baki með Keflavík og Fylki í efstu deild og hefur skorað í þeim níu mörk. Hann getur leikið bæði á kantinum eða í sókninni.

Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×