Japanskir bílaframleiðendur enn í vanda í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2013 09:15 Sala Mazda bíla í Kína minnkaði um 21,5% á fyrsta fjórðungi ársins Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent