Japanskir bílaframleiðendur enn í vanda í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2013 09:15 Sala Mazda bíla í Kína minnkaði um 21,5% á fyrsta fjórðungi ársins Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Sala þýskra og bandarískra bíla eykst á kostnað þeirra japönsku. Milliríkjadeila Kínverja við Japan um yfirráð yfir litlum eyjaklasa virðist alls ekki gleymd í huga bílkaupenda í Kína. Í fyrra sáu allir japönsku bílaframleiðendurnir sölu bíla sinna minnka verulega í Kína. Var þó við því búist að fljótlega í ár myndi það jafna sig, en það er greinilega bið á því. Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa enn verið þeim erfiðir og til dæmis seldi Mazda 21,5% minna á því tímabili en á sambærilegum tíma í fyrra. Nissan tapaði 15,1% á sama tíma, Toyota 12,7% og Honda tapaði minnstri sölu, eða um 5,2%. Þetta eru ekki fallegar tölur ef haft er í huga að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vex um 7%. Staða japönsku framleiðendanna er samt sem áður miklu skárri en hún var í september á síðasta ári, en þá upplifðu þeir allt að 50% minnkun sölu. Hlutdeild sölu japanskra bíla í Kína féll úr 16,4% í enda síðasta árs niður í 12,5% í enda febrúar í ár. Á sama tíma hafa þýsku bílamerkin aukið hlutdeild sína frá 18,4% í 19,3%. Sala bíla GM jókst um 9,6% á fyrstu 3 mánuðum þessa árs.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent