Sebastian Loeb í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 13:15 Fetar með því í fótspor Ari Vatanen sem sigraði árið 1988 á Peugeot bíl. Margfaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb ætlar þetta árið að taka þátt í hinni goðsagnarkenndu aksturskeppni Pikes Peak Hill Climb, þar sem ökumenn klifra upp samnefnt fjall í Colorado í Bandaríkjunum. Leiðin er um 20 kílómetra löng og hækkunin 1.440 metrar og endar í 4.300 metra hæð. Það skemmtilega við þessa keppni, öndvert við margar aðrar aksturskeppnir er það að þar eru engar takmarkanir á þátttökubílum, nema hvað varðar öryggismál. Því geta þeir verið eins öflugir og skaparar þeirra óska og með eins stórar vindskeiðar og tæknibúnað og ímyndunaflið og fjármagn leyfir. Sebastian Loeb mun aka Peugeot 208 T16 og má búast við ógnarafli í honum, fjölda vindskeiða og öllum þeim tæknibúnaði sem finnst í vopnabúri Peugeot og víðar. Sebastian Loeb fer með þátttöku sinni í ár í fótspor annars mjög þekkts rallökumanns, Ari Vatanen sem sló hraðametið í keppninni árið 1988 á Peugeot 405 Turbo 16 GR. Full ástæða er til þess að ryfja upp þá ferð Vatanen með myndskeiðinu hér að ofan, en þar sést hann dansa milli vegkantanna með mörg hundruð metra fall fyrir neðan sig og tefla á tvær hættur í hverri beygju. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Fetar með því í fótspor Ari Vatanen sem sigraði árið 1988 á Peugeot bíl. Margfaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb ætlar þetta árið að taka þátt í hinni goðsagnarkenndu aksturskeppni Pikes Peak Hill Climb, þar sem ökumenn klifra upp samnefnt fjall í Colorado í Bandaríkjunum. Leiðin er um 20 kílómetra löng og hækkunin 1.440 metrar og endar í 4.300 metra hæð. Það skemmtilega við þessa keppni, öndvert við margar aðrar aksturskeppnir er það að þar eru engar takmarkanir á þátttökubílum, nema hvað varðar öryggismál. Því geta þeir verið eins öflugir og skaparar þeirra óska og með eins stórar vindskeiðar og tæknibúnað og ímyndunaflið og fjármagn leyfir. Sebastian Loeb mun aka Peugeot 208 T16 og má búast við ógnarafli í honum, fjölda vindskeiða og öllum þeim tæknibúnaði sem finnst í vopnabúri Peugeot og víðar. Sebastian Loeb fer með þátttöku sinni í ár í fótspor annars mjög þekkts rallökumanns, Ari Vatanen sem sló hraðametið í keppninni árið 1988 á Peugeot 405 Turbo 16 GR. Full ástæða er til þess að ryfja upp þá ferð Vatanen með myndskeiðinu hér að ofan, en þar sést hann dansa milli vegkantanna með mörg hundruð metra fall fyrir neðan sig og tefla á tvær hættur í hverri beygju.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent