Land Rover eykur álnotkun Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 09:59 Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður