Poppstjarnan Justin Bieber var staddur í Amsterdam á laugardag og fór þá ásamt vinum og lífvörðum til að skoða hús Önnu Frank, en þar faldi Anna sig ásamt nokkrum gyðingum á stríðsárunum eða í tvö ár, allt þar til nasistar fundu þau og sendu í útrýmingarbúðir. Anna Frank skrifaði dagbækur sem eru taldar betur lýsa skelfilegum aðstæðum gyðinga á tímum nasista en flest annað sem ritað hefur verið um helförina. Justin Bieber skrifaði í gestabók safnsins eitthvað á þá leið að Anna væri frábær stelpa og taldi víst að væri hún uppi á vorum tímum væri Anna Frank Belieber, eða aðdáandi Biebers. Þeir sem að safninu standa tóku mynd af þessu og birtu á Facebooksíðu safnsins.
Fréttaritari BBC í Hague setti sig í samband við skrifstofu Önnu Frank-safnsins sem sögðu að; „Bieber væri aðeins 19 ára gamall drengur sem hefur lifað sérkennilegu lífi. Ummælin væru klaufaleg en hann hafi örugglega meinað vel."
Anna Frank væri ábyggilega "Belieber" væri hún uppi nú

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent