Segir mögulegt að gera mun betur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 18:12 Kvikmyndin Oblivion var tekin á Íslandi í fyrrasumar. Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira