Fótbolti

Risastökk á FIFA-listanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Bjarnason og félagar eru að gera góða hluti í undankeppni EM 2014.
Birkir Bjarnason og félagar eru að gera góða hluti í undankeppni EM 2014.
Frækinn sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni HM 2014 skilar karlalandsliði Íslands í knattspyrnu upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.

Ísland er komið í 73. sæti listans. Meðal þjóða sem nú eru fyrir neðan Ísland á listanum má nefna Finnland (82. sæti), Makedóníu (83. sæti) og Skotland (77. sæti). Næsta lið fyrir ofan Ísland er landslið Tógó en næst á eftir kemur landslið Marokkó.

Ísland hefur hæst setið í 37. sæti listans undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar í september 1994. Lægst hefur liðið farið í 131. sæti í maí 2012. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 af Ólafi Jóhannessyni.

Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 7. júní. Miðasala á leikinn er hafin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×