Handbolti

Hamburg áfram á kostnað Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pascal Hens, leikmaður Hamburg, í leiknum í dag.
Pascal Hens, leikmaður Hamburg, í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Tveggja marka sigur Flensburg dugði ekki til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Flensburg vann Hamburg á útivelli, 25-23, en tapaði samanlagt þar sem að Hamburg vann fyrri leikinn með sex marka mun.

Arnór Atlason spilaði í upphafi leiks og skoraði eitt mark. Hann kom ekkert við sögu í síðari hálfleik. Ólafur Gústafsson spilaði ekki fyrir Flensburg í dag.

Þar með er ljóst hvaða fjögur lið spila í lokaúrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár en úrslitahelgin fer fram í Köln í lok maímánaðar.

Þýskalandsmeistarar Kiel, með þá Alfreð Gíslason þjálfara, Guðjón Val Sigurðsson og Aron Pálmarsson, verða þar á meðal sem og pólska liðið Kielce, sem Þórir Ólafsson leikur með, auk Spánarmeisturum Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×