Körfubolti

NBA í nótt: Allen bætti met Miller

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Allen ræðir við NFL-stjörnuna Aaron Rodgers fyrir leikinn í nótt.
Allen ræðir við NFL-stjörnuna Aaron Rodgers fyrir leikinn í nótt. Mynd/AP
Ray Allen tók fram úr Reggie Miller í nótt og er nú orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Allen skoraði 23 stig fyrir Miami þegar að liðið vann öruggan sigur á Milwaukee, 104-91. Þar af skoraði hann fimm þriggja stiga körfur í leiknum og eru þær orðnar alls 322 á ferlinum í úrslitakeppninni.

Miami er komið með 3-0 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í leik liðanna á sunnudag.

LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami og þá var Chris Bosh með sextán stig og fjórtán fráköst.

Chicago vann Brokklyn, 79-76, og náði þar með 2-1 forystu í einvíginu. Carlos Boozer var með 22 stig og sextán fráköst og Luol Deng bætti við 21 stigi auk þess að taka tíu fráköst.

Skotnýting Brooklyn var aðeins 35 prósent, annan leikinn í röð. Brook Lopez var með 22 stig og níu fráköst. Deron Williams var með átján stig en hann nýtti fimm af fjórtán skotum sínum í leiknum.

Memphis vann LA Clippers, 94-82, og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvíginu. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst.

Clippers hafði unnið níu leiki í röð fyrir leik næturinnar en Blake Griffin skoraði sextán stig fyrir liðið.

Marc Gasol fékk verðlaun sín fyrir leik en hann var valinn varnarmaður ársins í NBA-deildinni á dögunum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×