Veiði er hafin í Elliðavatni Trausti Hafliðason skrifar 25. apríl 2013 08:00 Hér er veiðikort sem birtist í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum. Veiði hófst í morgun í Elliðavatni, sem er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Eins og flestir vita er Elliðavatn nú komið inn í Veiðikortið og því fagna vafalaust margir veiðimenn. Elliðavatn er sannkölluð paradís veiðimannsins og skiptir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur fluguveiðimaður. Þar veiðist mest af urriða og töluvert af bleikju en hún hefur þó átt undir högg að sækja undanfarin ár.Vænir urriðar og laxÁ hverju ári veiðast þar einnig tugir laxa sem hafa náð að fikra sig framhjá veiðimönnum í Elliðaánum og upp í vatnið. Því hefur gjarnan verið beint til veiðimanna að sleppa laxinum því ef hann hefur komist alla leið upp í Elliðavatn þá er hann kominn nálægt sínum hrygningarslóðum. Töluverð umræða hefur verið um Elliðavatn undanfarin misseri. Sumir vilja meina að veiðin hafi dvínað mikið, aðrir að bleikjan sé að hverfa og svo eru þeir sem segja að urriðinn sé að verða stærri og Elliðavatn hægt og rólega að breytast í stórfiskavatn.Veiðilýsing og bæklingur Geirs Thorsteinssonar Þó Elliðavatn sé rúmir tveir ferkílómetrar að flatarmáli er það ekki djúpt. Meðaldýpið er um einn metri en dýpst er það um 2,30 metrar. Þegar Elliðaárnar voru stíflaðar á þriðja áratug síðustu aldar breyttist vatnið gríðarlega enda fór Elliðavatnsengi þá meðal annars undir vatn. Að lokum er sjálfsagt að benda á frábæran bækling Geirs Thorsteinssonar um Elliðavatn sem gefin var út fyrir tveimur árum. Allir þeir sem hyggjast læra almennilega á þetta dyntótta veiðivatn ættu að kynna sér þennan bækling. Hann er hægt að nálgast hér. Árið 2000 ritaði Geir einnig veiðilýsingu sem stendur fyllilega fyrir sínu. Hana er hægt að nálgast á heimasíðu Árvíkur. Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Veiði
Veiði hófst í morgun í Elliðavatni, sem er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Eins og flestir vita er Elliðavatn nú komið inn í Veiðikortið og því fagna vafalaust margir veiðimenn. Elliðavatn er sannkölluð paradís veiðimannsins og skiptir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur fluguveiðimaður. Þar veiðist mest af urriða og töluvert af bleikju en hún hefur þó átt undir högg að sækja undanfarin ár.Vænir urriðar og laxÁ hverju ári veiðast þar einnig tugir laxa sem hafa náð að fikra sig framhjá veiðimönnum í Elliðaánum og upp í vatnið. Því hefur gjarnan verið beint til veiðimanna að sleppa laxinum því ef hann hefur komist alla leið upp í Elliðavatn þá er hann kominn nálægt sínum hrygningarslóðum. Töluverð umræða hefur verið um Elliðavatn undanfarin misseri. Sumir vilja meina að veiðin hafi dvínað mikið, aðrir að bleikjan sé að hverfa og svo eru þeir sem segja að urriðinn sé að verða stærri og Elliðavatn hægt og rólega að breytast í stórfiskavatn.Veiðilýsing og bæklingur Geirs Thorsteinssonar Þó Elliðavatn sé rúmir tveir ferkílómetrar að flatarmáli er það ekki djúpt. Meðaldýpið er um einn metri en dýpst er það um 2,30 metrar. Þegar Elliðaárnar voru stíflaðar á þriðja áratug síðustu aldar breyttist vatnið gríðarlega enda fór Elliðavatnsengi þá meðal annars undir vatn. Að lokum er sjálfsagt að benda á frábæran bækling Geirs Thorsteinssonar um Elliðavatn sem gefin var út fyrir tveimur árum. Allir þeir sem hyggjast læra almennilega á þetta dyntótta veiðivatn ættu að kynna sér þennan bækling. Hann er hægt að nálgast hér. Árið 2000 ritaði Geir einnig veiðilýsingu sem stendur fyllilega fyrir sínu. Hana er hægt að nálgast á heimasíðu Árvíkur.
Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Veiði