Nýr GLA jepplingur frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2013 14:15 Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent