Góðgæti frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 11:15 Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent
Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent