Íslenski boltinn

Skriðu í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arna Sif lyftir Íslandsmeistaratitlinum á loft á Þórsvelli síðastliðið haust.
Arna Sif lyftir Íslandsmeistaratitlinum á loft á Þórsvelli síðastliðið haust. Mynd/Auðunn Níelsson
Íslandsmeistararnir í Þór/KA tryggðu sér síðasta sætið í undanúrslitum Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri á FH í Boganum í dag.

Þór/KA tapaði þremur fyrstu leikjum sínum í Lengjubikarnum en hafa unnið síðustu tvo eftir komu Tahnai Annis og Kayle Grimsley.

Hafrún Olgeirsdóttir kom Norðankonum yfir í fyrri hálfleik og fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik.

ÍBV vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar í leik liðanna í Garðabæ. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði eina markið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

sigurinn var sá eini hjá Eyjaliðinu í Lengjubikarnum. Tapið kom ekki að sök hjá Stjörnunni sem hafnaði í öðru sæti riðilsins á eftir Valskonum.

Undanúrslitin fara fram á fimmtudaginn klukkan 14:

Valur - Þór/KA

Stjarnan - Breiðablik

Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×