Magnaðasti Camaro sögunnar Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2013 11:45 Er með V8 vél án forþöppu sem skilar 500 hestöflum og fæst eingöngu beinskiptur. Chevrolet Camaro Z/28 árgerð 2014 olli talsverðu uppnámi á bílasýningunni í New York á dögunum þar sem bíllinn var frumsýndur. Camaro kom upphaflega á markaðinn 1967 og var sérstaklega hannaður til hraðaksturs á vegum. Hann var léttbyggður og lipur og einstaklega aflmikill bíll. Nýr Camaro býr yfir öllum sömu eiginleikunum og hvert smáatriði er hannað til að skapa honum sess sem magnaðasta Camaro sögunnar. Vélin, LS7, er til að mynda sett saman í höndum. Þetta er aflmesta, fjöldaframleidda V8 vél án forþjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Hágæða íhlutir og nákvæmni í samsetningu gerir henni kleift að snúast á allt að 7.000 snúningum á mínútu. LS7 vélin er mjög sterkbyggð og með léttum en sterkum íhlutum, svo sem ventlum úr títaníum og sveifarás úr hertu stáli. Slagrými vélarinnar er 7 lítrar og hún skilar 500 hestöflum. Camaro kemur eingöngu með TREMEC TR6060 6 gíra beinskiptingu sem er séraðlöguð að öllu vélaraflinu. Með þessu er líka verið að hverfa aftur til þess tíma þegar Z/28 kom fyrst á markað á sjöunda áratugnum og var tromp Chevrolet í hinum goðsagnakenndu Trans-Am kappaksturskeppnum á sjöunda áratugnum. Vélaraflið flæðir til afturhjólanna um mismunadrif sem er staðalbúnaður með bílnum og gerir ökumönnum kleift að leggja enn meira á bílinn í hröðum beygjum. Í útlitshönnun Camaro Z/28 2014 er einnig vísað til upprunalega bílsins um leið og stuðst er við nútíma hönnunarnálgun og tækni. Straumlínuhönnun bílsins er með þeim hætti að bíllinn býr yfir miklum niðurkrafti sem gerir hann stöðugri í akstri á miklum hraða. Það þarf alvöru bremsur í bíl af þessu tagi og staðalbúnaður með koltrefja-keramik bremsudiskar frá Brembo, vinddreyfir að framan, vindhlíf undir botnplötunni sem eykur niðurkraftinn, útdregin bretti og vindskeiðar að aftan. Yfir 200 breytingar hafa verið gerðar á undirvagni, þar á meðal stífari demparar, stífari gormar og stífari fóðringar. Bíllinn kemur á 19 tommu felgum og allt er gert til að létta hann sem mest. Z/28 kemur á markað síðar á þessu ári en Chevrolet hefur skráð hann til keppni í nokkrum viðburðum strax á þessu vori. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Er með V8 vél án forþöppu sem skilar 500 hestöflum og fæst eingöngu beinskiptur. Chevrolet Camaro Z/28 árgerð 2014 olli talsverðu uppnámi á bílasýningunni í New York á dögunum þar sem bíllinn var frumsýndur. Camaro kom upphaflega á markaðinn 1967 og var sérstaklega hannaður til hraðaksturs á vegum. Hann var léttbyggður og lipur og einstaklega aflmikill bíll. Nýr Camaro býr yfir öllum sömu eiginleikunum og hvert smáatriði er hannað til að skapa honum sess sem magnaðasta Camaro sögunnar. Vélin, LS7, er til að mynda sett saman í höndum. Þetta er aflmesta, fjöldaframleidda V8 vél án forþjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Hágæða íhlutir og nákvæmni í samsetningu gerir henni kleift að snúast á allt að 7.000 snúningum á mínútu. LS7 vélin er mjög sterkbyggð og með léttum en sterkum íhlutum, svo sem ventlum úr títaníum og sveifarás úr hertu stáli. Slagrými vélarinnar er 7 lítrar og hún skilar 500 hestöflum. Camaro kemur eingöngu með TREMEC TR6060 6 gíra beinskiptingu sem er séraðlöguð að öllu vélaraflinu. Með þessu er líka verið að hverfa aftur til þess tíma þegar Z/28 kom fyrst á markað á sjöunda áratugnum og var tromp Chevrolet í hinum goðsagnakenndu Trans-Am kappaksturskeppnum á sjöunda áratugnum. Vélaraflið flæðir til afturhjólanna um mismunadrif sem er staðalbúnaður með bílnum og gerir ökumönnum kleift að leggja enn meira á bílinn í hröðum beygjum. Í útlitshönnun Camaro Z/28 2014 er einnig vísað til upprunalega bílsins um leið og stuðst er við nútíma hönnunarnálgun og tækni. Straumlínuhönnun bílsins er með þeim hætti að bíllinn býr yfir miklum niðurkrafti sem gerir hann stöðugri í akstri á miklum hraða. Það þarf alvöru bremsur í bíl af þessu tagi og staðalbúnaður með koltrefja-keramik bremsudiskar frá Brembo, vinddreyfir að framan, vindhlíf undir botnplötunni sem eykur niðurkraftinn, útdregin bretti og vindskeiðar að aftan. Yfir 200 breytingar hafa verið gerðar á undirvagni, þar á meðal stífari demparar, stífari gormar og stífari fóðringar. Bíllinn kemur á 19 tommu felgum og allt er gert til að létta hann sem mest. Z/28 kemur á markað síðar á þessu ári en Chevrolet hefur skráð hann til keppni í nokkrum viðburðum strax á þessu vori.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent