Tesla skilar hagnaði í fyrsta sinn Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 14:30 Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent
Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent