90% viðurkenna akstur án athygli Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 14:45 Flestir missa athyglina við að tala í síma við akstur Mikil umræða er nú um notkun allra þeirra græja sem draga athygli frá bílstjórum og þeirri hættu sem af þeim stafar. Í könnun sem byggði á 618 svörum foreldra 1-12 ára barna viðurkenndu 9 af hverjum 10 að hafa ekið um leið og þau töluðu í síma, senda textaskilaboð eða lásu þau, stilltu leiðsögubúnaðinn eða notuðu annan rafeineindabúnað sem tók athygli þeirra frá akstrinum. Fólk var spurt að því hvort það hefði notað slíkan búnað við akstur með börn sín í bílnum síðastliðinn mánuð. Ekki skánuðu niðurstöðurnar við þá staðreynd að ekki einu sinni var líf bílstjóranna í hættu heldur var lífi barna þeirra einnig storkað með háttseminni. Samkvæmt niðustöðum könnunarinnar var sú truflun algengust að tala í símann við aksturinn. Samkvæmt umferðaröryggisstofnuninni Bandarísku, NHTSA, eru um 660.000 ökumenn að tala í símann eða nota önnur truflandi tæki hverju sinni á meðan dagsljóss nýtur. Stofnunin segir að gögn sýni að 3.331 manns hafi látist í umferðinni árið 2011 af slíkum sökum og að 387.000 hafi slasast. Gögn fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir, en dauðsföllum af þessum völdum fjölgaði frá 2010 (3.092) til 2011. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent
Mikil umræða er nú um notkun allra þeirra græja sem draga athygli frá bílstjórum og þeirri hættu sem af þeim stafar. Í könnun sem byggði á 618 svörum foreldra 1-12 ára barna viðurkenndu 9 af hverjum 10 að hafa ekið um leið og þau töluðu í síma, senda textaskilaboð eða lásu þau, stilltu leiðsögubúnaðinn eða notuðu annan rafeineindabúnað sem tók athygli þeirra frá akstrinum. Fólk var spurt að því hvort það hefði notað slíkan búnað við akstur með börn sín í bílnum síðastliðinn mánuð. Ekki skánuðu niðurstöðurnar við þá staðreynd að ekki einu sinni var líf bílstjóranna í hættu heldur var lífi barna þeirra einnig storkað með háttseminni. Samkvæmt niðustöðum könnunarinnar var sú truflun algengust að tala í símann við aksturinn. Samkvæmt umferðaröryggisstofnuninni Bandarísku, NHTSA, eru um 660.000 ökumenn að tala í símann eða nota önnur truflandi tæki hverju sinni á meðan dagsljóss nýtur. Stofnunin segir að gögn sýni að 3.331 manns hafi látist í umferðinni árið 2011 af slíkum sökum og að 387.000 hafi slasast. Gögn fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir, en dauðsföllum af þessum völdum fjölgaði frá 2010 (3.092) til 2011.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent