Harpa Þorsteinsdóttir skoraði öll mörk Stjörnunnar þegar liðið vann 3-0 sigur á ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðbæ.
Harpa skoraði tvö mörk á fyrstu 24 mínútum leiksins en hún var ótrúlega nálægt því að innsigla þrennuna þegar hún átti tvö sláarskot í seinni hálfleiknum. Harpa átti frábæran leik í kvöld og er greinilega til alls líkleg í framlínu Garðabæjarliðsins í sumar.
Þrennan datt síðan inn í uppbótartíma leiksins en Harpa var þá búin að fá fjölda færa í seinni hálfleiknum.
Stjörnukonur voru með yfirburði í fyrri hálfleiknum en Eyjakonur bitu aðeins meira frá sér í þeim seinni. Stjörnuliðið átti hinsvegar miklu hættulegri færi allan leikinn og auk sláaskota Hörpu þá átti Rúna Sif Stefánsdóttir einnig stangarskot í seinni hálfleiknum.
Harpa með þrennu og tvö sláarskot í Stjörnusigri

Tengdar fréttir

Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni.