Sprækir urriðar í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2013 20:00 Jón Mýrdal með feitan og fallegan urriða úr Höfuðhyl í gær. Mynd / Garðar Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum. Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði
Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum.
Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði