Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2013 20:30 Þorsteinn Hafþórsson segir hægt að slíta upp fiska í Hnausatjörn ef menn nenni fyrir hrollköldu norðanbálinu. Mynd / Úr einkasafni. Kuldatíðin setur verulegt strik í reikning veiðimanna nyrðra en slær þá samt ekki alveg út af laginu. Þorsteinn Hafþórsson, leiðsögumaður á Blönduósi, segist halda að fáir veiðimenn séu að reyna fyrir þessa dagana á hans slóðum. "Ég heyrði þó í einum sem gerði góða veiði í Blöndu," segir Þorsteinn. "Hann skrapp í fjóra tíma fyrir kuldakastið og fékk einn urriða sem var sirka fjögur pund og eina bleikju um þrjú pund. Svo fékk hann nokkra niðurgöngulaxa. Hann prófaði bara tvo staði." Þorsteinn segir helming Hópsins enn hafa verið ísilagðan fyrir aðeins þremur dögum. Það séu flest önnur vatn á svæðinu meira og minna líka. "Hnausatjörn er þó orðin auð orðin og þar er hægt að slíta upp fiska ef menn nenna að berja í norðan kuldanum," segir Þorsteinn Hafþórsson. Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði
Kuldatíðin setur verulegt strik í reikning veiðimanna nyrðra en slær þá samt ekki alveg út af laginu. Þorsteinn Hafþórsson, leiðsögumaður á Blönduósi, segist halda að fáir veiðimenn séu að reyna fyrir þessa dagana á hans slóðum. "Ég heyrði þó í einum sem gerði góða veiði í Blöndu," segir Þorsteinn. "Hann skrapp í fjóra tíma fyrir kuldakastið og fékk einn urriða sem var sirka fjögur pund og eina bleikju um þrjú pund. Svo fékk hann nokkra niðurgöngulaxa. Hann prófaði bara tvo staði." Þorsteinn segir helming Hópsins enn hafa verið ísilagðan fyrir aðeins þremur dögum. Það séu flest önnur vatn á svæðinu meira og minna líka. "Hnausatjörn er þó orðin auð orðin og þar er hægt að slíta upp fiska ef menn nenna að berja í norðan kuldanum," segir Þorsteinn Hafþórsson.
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði