Maserati og Ferrari kjást á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2013 14:45 Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent
Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent