Móðir elti barnsræningja og klessukeyrði bíl hans Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 09:15 Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent
Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent