Móðir elti barnsræningja og klessukeyrði bíl hans Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 09:15 Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent