Vilja lækka leyfilegt áfengismagn í blóði í BNA Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2013 00:01 Skildi hann vera drukkinn þessi? Í Bandaríkjunum kveða lög á um að leyfilegt sé að hafa allt að 0.08 prómill af áfengi í blóði. Nú er lagt til að það verði lækkað í 0,05 prómill. Bent er á að í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum er leyfilegt magn 0,05 prómill. Á hverjum klukkutíma í Bandríkjunum deyr einhver af völdum drukkinna ökumanna og fjöldi slasaðra er um 20 talsins á hverjum klukkutíma. Það eru stofnunin „National Transportation Safety Board“ sem fer fram á þessa breytingu og telur að með henni megi fækka dauðaslysum um 1.000 á ári. Ennfremur leggur stofnunin til að lögregla sem víðast verði útbúin næmum áfengismælum sem nema alkohól í lofti í og við bíla, svo þeir séu betur til þess búnir að stöðva för þeirra sem smakkað hafa áfengi áður en þeir valda skaða. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent
Í Bandaríkjunum kveða lög á um að leyfilegt sé að hafa allt að 0.08 prómill af áfengi í blóði. Nú er lagt til að það verði lækkað í 0,05 prómill. Bent er á að í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum er leyfilegt magn 0,05 prómill. Á hverjum klukkutíma í Bandríkjunum deyr einhver af völdum drukkinna ökumanna og fjöldi slasaðra er um 20 talsins á hverjum klukkutíma. Það eru stofnunin „National Transportation Safety Board“ sem fer fram á þessa breytingu og telur að með henni megi fækka dauðaslysum um 1.000 á ári. Ennfremur leggur stofnunin til að lögregla sem víðast verði útbúin næmum áfengismælum sem nema alkohól í lofti í og við bíla, svo þeir séu betur til þess búnir að stöðva för þeirra sem smakkað hafa áfengi áður en þeir valda skaða.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent