Lögsækja “Robin Hood” stöðumælagreiðendur Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 08:45 Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent
Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent