Ferrari 458 splundrast í Suzuka Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 10:45 Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent
Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent