Fyrsta bílaskipið til Íslands eftir hrun Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 11:51 Chevrolet Captive jepplingar í röðum á hafnarsvæðinu Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent
Um helgina kom til landsins bílaflutningaskip með um 300 nýjum Chevrolet bílum fyrir Bílabúð Benna. Mörg ár eru síðan að flutningaskip kom til landsins aðeins hlaðið bílum. Stór hluti þessa bílafarms fer til bílaleigunnar Sixt, sem er í eigu Benna, en samt verður nóg eftir til sölu til almennings. Farmurinn kemur á besta tíma ársins því framundan er helsti sölutími nýrra bíla. Sala á Chevrolet bílum hefur farið vel af stað það sem af er ári og er markaðshlutdeild Chevrolet rúmlega 10% fyrstu fjóra mánuði ársins. Á síðustu vikum hefur Bílabúð Benna kynnt til sögunnar 4ra og 5 dyra Chevrolet Cruze í LT útgáfu sem kostar 2.990.000 kr. og Cruze LT í station útfærslu sem kostar 3.190.000 kr. Verða þeir bílar að teljast á einkar góðu verði. Chevrolet Spark heldur áfram að vera vinsælasti smábíllinn á Íslandi og er með yfir 50% markaðshlutdeild í sýnum flokki.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent