Fjölþjóðleg flækja Sara McMahon skrifar 14. maí 2013 11:30 „Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur?“ „No. It is 400 krónur.“ „Nú jæja, þá ætla ég að fá hann.“ „Yes. 400 krónur, please.“ „Gjörðu svo vel.“ „Thank you. Have a nice stay.“ Þetta samtal átti sér stað í raunveruleikanum haustið 2009 þegar ég var stödd í verslun sem selur notaðar flíkur. Samtalið átti ég við íslenska afgreiðsludömu á sextugsaldri. Sú virtist alveg sannfærð um að ég stæði við afgreiðsluborðið og ræddi við hana á öðru tungumáli en okkar ylhýra, og það þrátt fyrir skýran og greinargóðan framburð minn. Það sem meira er; þetta er hvorki fyrsta né eina skiptið sem ég lendi í aðstæðum sem þessum. Annað dæmi átti sér stað árið 2006. Ég sat á öldurhúsi og ræddi við barþjóninn á ensku. Stúlkan hafði talið mig spænska og því ávarpað mig á ensku þegar hún afgreiddi mig. Ég hélt aftur á móti að hún hlyti að vera útlensk fyrst hún talaði ensku, ég get viðurkennt að mér fannst hún líka þessleg í útliti. Í nokkra mánuði fóru öll okkar samskipti fram á enskri tungu þar til sameiginleg vinkona okkar benti á að við værum í raun báðar íslenskar og gætum því sleppt enskunni. Ekki eru allir Íslendingar ljósir yfirlitum, bláeygðir og rjóðir í kinnum og með hár, mikið og gult. Nei, nei. Sumir eru dökkir á hörund og aðrir eru brúneygðir, nokkrir eru hálfir eitthvað annað og einhverjir eru fæddir annars staðar en alast upp á okkar hrjóstruga landi. Við búum í fámennu en alþjóðlegu samfélagi þar sem Jón og Gunna búa í sátt og samlyndi við José og Yuliu. Fyrst við erum orðin svo fjölþjóðleg, væri ekki eðlilegast að grípa fyrst til íslenskunnar þegar við eigum í samskipti hvert við annað áður en enskan er prófuð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
„Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur?“ „No. It is 400 krónur.“ „Nú jæja, þá ætla ég að fá hann.“ „Yes. 400 krónur, please.“ „Gjörðu svo vel.“ „Thank you. Have a nice stay.“ Þetta samtal átti sér stað í raunveruleikanum haustið 2009 þegar ég var stödd í verslun sem selur notaðar flíkur. Samtalið átti ég við íslenska afgreiðsludömu á sextugsaldri. Sú virtist alveg sannfærð um að ég stæði við afgreiðsluborðið og ræddi við hana á öðru tungumáli en okkar ylhýra, og það þrátt fyrir skýran og greinargóðan framburð minn. Það sem meira er; þetta er hvorki fyrsta né eina skiptið sem ég lendi í aðstæðum sem þessum. Annað dæmi átti sér stað árið 2006. Ég sat á öldurhúsi og ræddi við barþjóninn á ensku. Stúlkan hafði talið mig spænska og því ávarpað mig á ensku þegar hún afgreiddi mig. Ég hélt aftur á móti að hún hlyti að vera útlensk fyrst hún talaði ensku, ég get viðurkennt að mér fannst hún líka þessleg í útliti. Í nokkra mánuði fóru öll okkar samskipti fram á enskri tungu þar til sameiginleg vinkona okkar benti á að við værum í raun báðar íslenskar og gætum því sleppt enskunni. Ekki eru allir Íslendingar ljósir yfirlitum, bláeygðir og rjóðir í kinnum og með hár, mikið og gult. Nei, nei. Sumir eru dökkir á hörund og aðrir eru brúneygðir, nokkrir eru hálfir eitthvað annað og einhverjir eru fæddir annars staðar en alast upp á okkar hrjóstruga landi. Við búum í fámennu en alþjóðlegu samfélagi þar sem Jón og Gunna búa í sátt og samlyndi við José og Yuliu. Fyrst við erum orðin svo fjölþjóðleg, væri ekki eðlilegast að grípa fyrst til íslenskunnar þegar við eigum í samskipti hvert við annað áður en enskan er prófuð?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun