Dýrasti japanski bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 11:15 Aldrei hefur japanskur bíll selst á hærra verði Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Þessi fallegi Toyota 2000GT bíll af árgerð 1967 var nýlega boðinn upp hjá RM Auctions í Bandaríkjunum og fyrir hann fengust 1,16 milljón dollarar, eða 138 milljónir króna. Það gerir þennan bíl af dýrasta bíl sem framleiddur hefur verið í Japan og reyndar í leiðinni í Asíu allri. Það hefur eflaust ýtt upp verðinu að bíllinn er sjaldgæfur en aðeins voru framleidd 351 eintak og aðeins 62 þeirra með stýrið vinstra megin eins og í þessum bíl. Eigandi bílsins var bílasafnarinn Don Davies sem býr í Texas. Toyota 2000GT hefur verið skilgreindur sem fyrsti japanski ofurbíllinn og hefur ávallt verið talinn frábær bíll, enda talsvert í hann lagt. Hann er með 150 hestafla vél úr sex strokka 2,0 lítra sprengirými, sem þótti mikið afl á þeim tíma. Bíllinn er með 5 gíra beinskiptingu og hámarkshraði hans er 217 km/klst.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent