Lamborghini fyrir egóista Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2013 10:00 Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent