Golf

Tiger Woods vann Players-golfmótið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman.

Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi.

Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti.

Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001.

Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar.

Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×