Leit hafin að fyrirsætum fyrir hársýningu helgarinnar Ellý Ármanns skrifar 10. maí 2013 15:45 Hársýning TIGI fer fram 12. maí í Austurbæjarbíói þar sem kennt veður það heitasta í hárlitun, klippingum og hárgreiðslum og allt það nýjasta frá London og New York Fashion Week af hárteymi Anthony Mascolo sem er einn Mascolo bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy á sínum tíma en hann er einn af fremstu hármeisturum heimsins. Nú stendur yfir leit að fyrirsætum fyrir helgina en við heyrðum stuttlega í Margréti Björnsdóttur hjá módelskrifstofu Elite á Íslandi sem vinnur í því að ráða fyrirsætur fyrir þessa stóru sýningu.Sigurlaug er ein af fyrirsætunum sem voru valdar á hársýningu TIGI sem fram fer í Austurbæ 12. maí.Prufur í kvöld „Í kvöld eru prufur á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og fyrirsætur frá Elite hafa verið boðaðar í það. Í þessu prufunum er verið að leita eftir fyrirsætum til að klippa, lita og greiða vegna hársýningar TIGI," segir Margrét.Elite sigurvegarinn mætir á svæðið „Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs. Það er mikill heiður fyrir Elite að fá að vinna með meisturum hárteymis TIGI."Þessi er heimsfrægur í hárbransanum.Íslensk náttúra - íslensk fegurðVið spurðum einnig markaðsstjóra TIGI, Mögnu Huld Sigurbjörnsdóttur, stuttlega um undirbúninginn fyrir sýninguna: „Þeir nota fyrirsætur frá Eskimo og Elite en þemað í nýrri línu hjá þeim kallast HairReBorn. Það verður spennandi að sjá og upplifa hvernig þeir ætla að nota íslenska fegurð og íslenska náttúru í nýju línunni hjá sér. Ég hvet alla til að mæta í Austurbæ á sunnudaginn," segir Magna.Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is). Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hársýning TIGI fer fram 12. maí í Austurbæjarbíói þar sem kennt veður það heitasta í hárlitun, klippingum og hárgreiðslum og allt það nýjasta frá London og New York Fashion Week af hárteymi Anthony Mascolo sem er einn Mascolo bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy á sínum tíma en hann er einn af fremstu hármeisturum heimsins. Nú stendur yfir leit að fyrirsætum fyrir helgina en við heyrðum stuttlega í Margréti Björnsdóttur hjá módelskrifstofu Elite á Íslandi sem vinnur í því að ráða fyrirsætur fyrir þessa stóru sýningu.Sigurlaug er ein af fyrirsætunum sem voru valdar á hársýningu TIGI sem fram fer í Austurbæ 12. maí.Prufur í kvöld „Í kvöld eru prufur á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og fyrirsætur frá Elite hafa verið boðaðar í það. Í þessu prufunum er verið að leita eftir fyrirsætum til að klippa, lita og greiða vegna hársýningar TIGI," segir Margrét.Elite sigurvegarinn mætir á svæðið „Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs. Það er mikill heiður fyrir Elite að fá að vinna með meisturum hárteymis TIGI."Þessi er heimsfrægur í hárbransanum.Íslensk náttúra - íslensk fegurðVið spurðum einnig markaðsstjóra TIGI, Mögnu Huld Sigurbjörnsdóttur, stuttlega um undirbúninginn fyrir sýninguna: „Þeir nota fyrirsætur frá Eskimo og Elite en þemað í nýrri línu hjá þeim kallast HairReBorn. Það verður spennandi að sjá og upplifa hvernig þeir ætla að nota íslenska fegurð og íslenska náttúru í nýju línunni hjá sér. Ég hvet alla til að mæta í Austurbæ á sunnudaginn," segir Magna.Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is).
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira