Líf að færast í vötnin Kristján Hjálmarsson skrifar 10. maí 2013 14:35 Urriðinn í Elliðavatni ku vera vel haldinn. Mynd/Heiða Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér. Með hækkandi hitastigi hefur færst líf í veiðina í Vífilsstaðavatni. Urriðinn er kominn á kreik í Þingvallavatni og veiddist meðal annars einn 12 punda fiskur þar og annar sem var 85 sentimetrar og 40 sentimetrar í ummál, að því er segir á vef Veiðikortsins. Stærstu bleikjurnar koma í maí en þá virðist vera meira að sílableikju við landið og getur hún orðið mjög stór. Urriðinn í Elliðavatn ku vera vel haldinn og í Meðalfellsvatni hafa sæmilegir fiskar fengist. Nánari fréttir má finna á vef Veiðikortsins. Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði
Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér. Með hækkandi hitastigi hefur færst líf í veiðina í Vífilsstaðavatni. Urriðinn er kominn á kreik í Þingvallavatni og veiddist meðal annars einn 12 punda fiskur þar og annar sem var 85 sentimetrar og 40 sentimetrar í ummál, að því er segir á vef Veiðikortsins. Stærstu bleikjurnar koma í maí en þá virðist vera meira að sílableikju við landið og getur hún orðið mjög stór. Urriðinn í Elliðavatn ku vera vel haldinn og í Meðalfellsvatni hafa sæmilegir fiskar fengist. Nánari fréttir má finna á vef Veiðikortsins.
Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði