Starfsmaður stal flóttabíl þjófanna Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 10:45 Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu! Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent
Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu!
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent