Henrik Fisker vill kaupa Fisker á slikk Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 18:00 Fisker Karma Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent