Sport

Ásdís og sprettharði þingmaðurinn keppa í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Einarsson.
Haraldur Einarsson. Mynd/Silfrið.is

Margt okkar sterkasta frjálsíþróttafólk mun keppa á JJ-móti Ármanns sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta er annað mótið í mótaröð Prentmet og FRÍ þetta sumarið en frjálsíþróttafólk undirbýr sig nú að kappi fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í Lúxemborg í næstu viku.

Meðal keppenda verða Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, sem keppir á demantamóti í New York um helgina.

Aníta Hinriksdóttir, sem er í hópi efnilegustu hlaupara heims, keppir í tveimur greinum og þá keppir Kristinn Torfason í langstökki, auk þess sem fjölþrautarkonan Sveinbjörg Zophaníasdóttir spreytir sig í nokkrum greinum.

Þess má svo geta að Haraldur Einarsson, HSK og nýkjörinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á suðurlandi, keppir í 100 m hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×