Sportbíll BMW-Toyota sýndur í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2013 08:45 Samstarfið handsalað fyrr á þessu ári. Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent
Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent