Þýskir lúxusbílar mokseljast í Kóreu í stað heimabíla Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 13:45 Hyundai Equus Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent
Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent