Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu 31. maí 2013 14:46 Veiðimessan er veiðisýning fyrir alla fjölskylduna segir í tilkynningu frá versluninni Veiðiflugum. Mynd / Veiðiflugur Kynningar á veiðisvæðum, kastsýning og tónlist er meðal þess boðið verður upp á á Veiðimessu verslunarinnar Veiðflugna á Langholtsvegi um helgina. Bubbi Morthens mætir í verslunina á milli klukkan 14 og 15 á morgun og tekur nokkur lög í tilefni dagsins. Fljótlega eftir það, eða klukkan 16, verður danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor með kastsýningu á túnina fyrir neðan Langholtsskóla. „Þeir sem hafa séð til hans vita að þar er á ferðinni snillingur í öllum mögulegum köstum. Hann sýnir allt sem hægt er að framkvæma með flugustöng og línu, allt frá grunnköstum og til þess hvernig hægt er að kasta fyrir horn. Þetta er sýning sem fluguveiðimenn mega ekki láta fram hjá sér fara," segir í tilkynningu frá Veiðiflugum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Lax-á, Strengir og Hreggnasi kynna sín veiðisvæði. Gestir geta dottið í happahylinn, happdrætti Veiðimessunnar, en ýmiss verðlaun eru í boði í honum. Ýmsar vörur verða á sérstökum tilboðum um helgina. Þá verður Gordon Sim, framkvæmdastjóri Loop, í búðinni til að kynna sínar vörur og sjóntækjafræðingur mun kynna Costa Del Mar veiðigleraugun. Að sjálfsögðu verða grillaðar pulsur ofan í gesti svo enginn fari svangur heim. Þá ættu menn ekki heldur að fara þyrstir heim því á boðstólnum verður gos og fleiri drykkir. Hér geta menn séð alla dagskrána á Veiðimessunni.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði
Kynningar á veiðisvæðum, kastsýning og tónlist er meðal þess boðið verður upp á á Veiðimessu verslunarinnar Veiðflugna á Langholtsvegi um helgina. Bubbi Morthens mætir í verslunina á milli klukkan 14 og 15 á morgun og tekur nokkur lög í tilefni dagsins. Fljótlega eftir það, eða klukkan 16, verður danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor með kastsýningu á túnina fyrir neðan Langholtsskóla. „Þeir sem hafa séð til hans vita að þar er á ferðinni snillingur í öllum mögulegum köstum. Hann sýnir allt sem hægt er að framkvæma með flugustöng og línu, allt frá grunnköstum og til þess hvernig hægt er að kasta fyrir horn. Þetta er sýning sem fluguveiðimenn mega ekki láta fram hjá sér fara," segir í tilkynningu frá Veiðiflugum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Lax-á, Strengir og Hreggnasi kynna sín veiðisvæði. Gestir geta dottið í happahylinn, happdrætti Veiðimessunnar, en ýmiss verðlaun eru í boði í honum. Ýmsar vörur verða á sérstökum tilboðum um helgina. Þá verður Gordon Sim, framkvæmdastjóri Loop, í búðinni til að kynna sínar vörur og sjóntækjafræðingur mun kynna Costa Del Mar veiðigleraugun. Að sjálfsögðu verða grillaðar pulsur ofan í gesti svo enginn fari svangur heim. Þá ættu menn ekki heldur að fara þyrstir heim því á boðstólnum verður gos og fleiri drykkir. Hér geta menn séð alla dagskrána á Veiðimessunni.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði