Porsche, Mazda og Cadillac auka mest tryggð Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 11:15 Porsche Cayenne hefur aukið mjög tryggð kaupenda við Porsche bíla Allt er nú mælt þegar kemur að bílum og eitt þess er sú tryggð sem kaupendur hafa við ákveðin bílamerki. Þeir sem halda mikilli tryggð við ákveðið bílamerki eru líklegri til að kaupa aftur bíl frá sama framleiðanda. Markaðsrannsóknarfyrirtækið Poly mælir einmitt þessa tryggð í Bandaríkjunum á hverju ári. Porsche jók mest við tryggð kaupenda nú frá árinu á undan eða um 9,5%, Caddillac um 8,3% og Mazda um 7,8%. Yfir það heila hefur tryggð kaupenda aukist um 2,6% og því verður fólk sífellt íhaldssamara í bílakaupum. Þó svo að þessi 3 bílamerki hafi mest aukið við sig þýðir það ekki að við þau sé mest tryggð vestanhafs. Þar trónir Ford á toppnum með 65,1% tryggð kaupenda. Í öðru sæti er Toyota með 58,5%, Honda 57,0%, Chevrolet 56,2% og Mercedes Benz 55,9%. Polk mældi einnig tryggð við ákveðnar gerðir bíla og vakti athygli að þeir sem keypt höfðu tvinnbíl (Hybrid) ætluðu fæstir að kaupa aftur bíl með þeirri tækni. Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent
Allt er nú mælt þegar kemur að bílum og eitt þess er sú tryggð sem kaupendur hafa við ákveðin bílamerki. Þeir sem halda mikilli tryggð við ákveðið bílamerki eru líklegri til að kaupa aftur bíl frá sama framleiðanda. Markaðsrannsóknarfyrirtækið Poly mælir einmitt þessa tryggð í Bandaríkjunum á hverju ári. Porsche jók mest við tryggð kaupenda nú frá árinu á undan eða um 9,5%, Caddillac um 8,3% og Mazda um 7,8%. Yfir það heila hefur tryggð kaupenda aukist um 2,6% og því verður fólk sífellt íhaldssamara í bílakaupum. Þó svo að þessi 3 bílamerki hafi mest aukið við sig þýðir það ekki að við þau sé mest tryggð vestanhafs. Þar trónir Ford á toppnum með 65,1% tryggð kaupenda. Í öðru sæti er Toyota með 58,5%, Honda 57,0%, Chevrolet 56,2% og Mercedes Benz 55,9%. Polk mældi einnig tryggð við ákveðnar gerðir bíla og vakti athygli að þeir sem keypt höfðu tvinnbíl (Hybrid) ætluðu fæstir að kaupa aftur bíl með þeirri tækni.
Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent