Íslendingar leikstýrðu kynningarmynd um nýjan S-Class í LA Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 11:15 Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá Truenorth gerðu magnað kynningarmyndband með hinum nýja og glæsilega Mercedes-Benz S-Class sem tekið var upp í Los Angeles nýverið. Óttar Guðnason var tökumaður í þessu stóra verkefni og Biggi Hilmars og Biggi Mix sáu um tónlistina. ,,Við vorum tvær vikur í undirbúningsvinnu hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi og því næst var flogið til Los Angeles þar sem kynningarmyndin var tekin á fjórum dögum. Þar biðu eftir okkur tveir glæsilegir S-Class bílar og raunar þeir fyrstu sem voru keyrðir á götu úti án nokkurs búnaðar til að fela bílinn. Við mynduðum í miðborg LA sem og víðar í borginni. Þetta var mjög umfagnsmikið enda mikið lagt í þetta og m.a. var stórum umferðaræðum lokað fyrir myndina," segir Samúel Bjarki.Hann segir að þeir hafi ekki þó fengið að mynda óáreittir því papparazzi ljósmyndararnir fengu einhvern veginn veður af því að bíllinn væri í LA. ,,Við vorum hundeltir af þeim enda bíllinn sjóðheitur. Þeir náðu loks mynd af bílnum á þriðja degi í tökunum og við því var ekkert að gera,“ segir hann og bætir við að þetta sé eitt stærsta og magnaðasta verkefni sem þeir hafa unnið við. ,,S-Class er líka magnaður bíll, háþróaður og tæknivæddur og troðinn af lúxus. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og einnig með þráðlausu interneti sem er innbyggt í bílinn ásamt því að hann er LED lýstur að innan sem og utan. Þá er í honum boðið upp á steinnudd í sætum sem og ilmefni í loftræsibúnaði bílsins," segir leikstjórinn ennfremur. Sjá má þetta ferlega flotta myndband Samúels og Gunnars fyrir Mercedes Benz með því að smella á myndskeiðshnappinn hér að ofan. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent
Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá Truenorth gerðu magnað kynningarmyndband með hinum nýja og glæsilega Mercedes-Benz S-Class sem tekið var upp í Los Angeles nýverið. Óttar Guðnason var tökumaður í þessu stóra verkefni og Biggi Hilmars og Biggi Mix sáu um tónlistina. ,,Við vorum tvær vikur í undirbúningsvinnu hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi og því næst var flogið til Los Angeles þar sem kynningarmyndin var tekin á fjórum dögum. Þar biðu eftir okkur tveir glæsilegir S-Class bílar og raunar þeir fyrstu sem voru keyrðir á götu úti án nokkurs búnaðar til að fela bílinn. Við mynduðum í miðborg LA sem og víðar í borginni. Þetta var mjög umfagnsmikið enda mikið lagt í þetta og m.a. var stórum umferðaræðum lokað fyrir myndina," segir Samúel Bjarki.Hann segir að þeir hafi ekki þó fengið að mynda óáreittir því papparazzi ljósmyndararnir fengu einhvern veginn veður af því að bíllinn væri í LA. ,,Við vorum hundeltir af þeim enda bíllinn sjóðheitur. Þeir náðu loks mynd af bílnum á þriðja degi í tökunum og við því var ekkert að gera,“ segir hann og bætir við að þetta sé eitt stærsta og magnaðasta verkefni sem þeir hafa unnið við. ,,S-Class er líka magnaður bíll, háþróaður og tæknivæddur og troðinn af lúxus. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og einnig með þráðlausu interneti sem er innbyggt í bílinn ásamt því að hann er LED lýstur að innan sem og utan. Þá er í honum boðið upp á steinnudd í sætum sem og ilmefni í loftræsibúnaði bílsins," segir leikstjórinn ennfremur. Sjá má þetta ferlega flotta myndband Samúels og Gunnars fyrir Mercedes Benz með því að smella á myndskeiðshnappinn hér að ofan.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent