FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Blika, 3-1, í Kaplakrika en Blikar höfðu ekki tapað leik á tímabilinu þar til í kvöld.
Breiðablik komst 1-0 yfir eftir um tíu mínútna leik þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fínt mark og var staðan 1-0 í hálfleik.
FH-ingar skoruðu síðan þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í síðari hálfleiknum og unnu að lokum magnaðan sigur.
Sigrún Ella Einarsdóttir, Margrét Sveinsdóttir og Ashley Hincks gerðu allar sitt markið hver fyrir FH.
Stjarnan vann Þrótt 3-0 í kvöld og voru það Harpa Þorsteinsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir sem skoruðu mörk Stjörnunnar í leiknum.
Valur vann að lokum fínan sigur á HK/Víkingi, 2-0, en Elín Metta Jensen og Svana Rún Hermannsdóttir skoruðu mörk Vals í leiknum.
Stjarnan er ennþá í efsta sæti deildarinnar og Breiðablik í því öðru.
Með fréttinni má sjá myndasyrpu frá leik HK/Víkings og Vals fyrri í kvöld sem fór eins og áður segir 2-0 fyrir Val.
Upplýsingar um markaskorar fengnar frá urslit.net
FH með frábæran sigur á Blikum
