Afmælisútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 13:15 Svona mun afmælisútgáfan líta út Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara. Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent
Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara.
Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent