Helmingur ársframleiðslu Jaguar F-Type seldur Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 11:45 Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent
Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent