Benz uppfærir E-línu í samkeppninni við BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2013 14:45 Mercedes Benz E- Class Það hefur farið verulega fyrir brjóstið á Mercedes Benz að hafa misst kórónuna sem söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum og sé nú á eftir bæði BMW.. Í því augnamiði að snúa þeirri þróun við ætlar Benz að troða uppfærða E-línu sína af nýjungum sem margar hverjar eiga uppruna sinn í lúxusbílnum S-Class. Meðal búnaðar sem bætist í E-Class verður öryggisbúnaður sem greinir gangandi vegfarendur, búnaður sem varar við ef farið er útaf akrein og búnaður sem greinir þreytumerki og syfju ökumanns. Mercedes Benz hefur gefið það upp að fyrirtækið ætli að ná titlinum stærsti lúxusbílaframleiðandi heims árið 2020 og ætlar greinilega að gera það með tækninýjungum í bílum sínum. Nýr Mercedes Benz E-Class hefur selst svo vel í Bandaríkjunum frá því hann kom í apríl að enginn lager er til af bílnum þar. Benz mun kynna nýja fjögurra strokka dísilvél í E-Class í september til að keppa við sambærilegar vélar í BMW 5-línunni og Audi A6 bílnum. Benz mun kynna CLA bíl sinn vestanhafs í september og gæti sá bíll hjálpa Benz til að klifra yfir BMW í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum. Reyndar gengur Mercedes Benz vel að ná þeim titli aftur í ár en sala þeirra er 117.535 bílar til loka maí en BMW hefur selt 113.357 bíla á sama tíma. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Það hefur farið verulega fyrir brjóstið á Mercedes Benz að hafa misst kórónuna sem söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum og sé nú á eftir bæði BMW.. Í því augnamiði að snúa þeirri þróun við ætlar Benz að troða uppfærða E-línu sína af nýjungum sem margar hverjar eiga uppruna sinn í lúxusbílnum S-Class. Meðal búnaðar sem bætist í E-Class verður öryggisbúnaður sem greinir gangandi vegfarendur, búnaður sem varar við ef farið er útaf akrein og búnaður sem greinir þreytumerki og syfju ökumanns. Mercedes Benz hefur gefið það upp að fyrirtækið ætli að ná titlinum stærsti lúxusbílaframleiðandi heims árið 2020 og ætlar greinilega að gera það með tækninýjungum í bílum sínum. Nýr Mercedes Benz E-Class hefur selst svo vel í Bandaríkjunum frá því hann kom í apríl að enginn lager er til af bílnum þar. Benz mun kynna nýja fjögurra strokka dísilvél í E-Class í september til að keppa við sambærilegar vélar í BMW 5-línunni og Audi A6 bílnum. Benz mun kynna CLA bíl sinn vestanhafs í september og gæti sá bíll hjálpa Benz til að klifra yfir BMW í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum. Reyndar gengur Mercedes Benz vel að ná þeim titli aftur í ár en sala þeirra er 117.535 bílar til loka maí en BMW hefur selt 113.357 bíla á sama tíma.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent