Djörf móðir yfirbugar bílþjóf Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2013 11:15 Dorothy Baker er djörf móðir Svo sterkt var móðureðli konu einnar í Texas að hún setti sjálfa sig í stórhættu við að vernda börn sín fyrir bílþjófi. Móðirin, Dorothy Baker-Flugence, hafði ekið með tveimur börnum sínum af sex í búðir og skilið bíl sinn eftir ólæstan fyrir utan með börnunum í. Þegar hún kom til baka var þjófurinn inni í bílnum og bar hníf að hálsi annars barns hennar og heimtaði að hún æki að næsta hraðbanka þar sem hún átti að taka út eigið fé fyrir þjófinn. Dorothy var ekki að hika við hlutina og reif í hönd mannsins sem varð til þess að hún skarst bæði á hendi og bringu. Því næst tróð hún bensíngjöf bílsins í botn í því augnamiði að aka á eitthvað þar sem þjófurinn var sá eini í bílnum sem ekki var í bílbelti. Hún sá framundan sér símastaur og ók beint á hann. Við áreksturinn hentist þjófurinn um bílinn og Dorothy notaði tækifæri og gaf honum hressilega á hann. Við það gafst þjófurinn upp, stökk út úr bílnum og lagði hlaupandi á flótta. Ekki átti hann að sleppa svo vel fannst Dorothy svo hún steig bensínið aftur í botn á eftir honum og ók hann svo kyrfilega niður að enn er verið að gera að sárum hans, en hann slasaðist lífshættulega. Dorothy sagði að henni hefði fundist ekki stætt á því að maðurinn slyppi og myndi síðan halda áfram að meiða annað saklaust fólk. Því hefði hún ekið hann niður. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent
Svo sterkt var móðureðli konu einnar í Texas að hún setti sjálfa sig í stórhættu við að vernda börn sín fyrir bílþjófi. Móðirin, Dorothy Baker-Flugence, hafði ekið með tveimur börnum sínum af sex í búðir og skilið bíl sinn eftir ólæstan fyrir utan með börnunum í. Þegar hún kom til baka var þjófurinn inni í bílnum og bar hníf að hálsi annars barns hennar og heimtaði að hún æki að næsta hraðbanka þar sem hún átti að taka út eigið fé fyrir þjófinn. Dorothy var ekki að hika við hlutina og reif í hönd mannsins sem varð til þess að hún skarst bæði á hendi og bringu. Því næst tróð hún bensíngjöf bílsins í botn í því augnamiði að aka á eitthvað þar sem þjófurinn var sá eini í bílnum sem ekki var í bílbelti. Hún sá framundan sér símastaur og ók beint á hann. Við áreksturinn hentist þjófurinn um bílinn og Dorothy notaði tækifæri og gaf honum hressilega á hann. Við það gafst þjófurinn upp, stökk út úr bílnum og lagði hlaupandi á flótta. Ekki átti hann að sleppa svo vel fannst Dorothy svo hún steig bensínið aftur í botn á eftir honum og ók hann svo kyrfilega niður að enn er verið að gera að sárum hans, en hann slasaðist lífshættulega. Dorothy sagði að henni hefði fundist ekki stætt á því að maðurinn slyppi og myndi síðan halda áfram að meiða annað saklaust fólk. Því hefði hún ekið hann niður.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent